Beint á leiğarkerfi vefsins

Hvağa fyrirtæki eru á listanum

  

Í stuðningsumhverfi frumkvöðla á Íslandi er gjarnan talað um ung og lítil fyrirtæki í nýsköpun sem sprota. Þá er vitnað í það að sproti sé vísir að einhverju sem getur vaxið og dafnað með tíð og tíma. Á þessari síðu eru tekin saman þau fyrirtæki sem talið er að séu enn á sprotastiginu til þess að gefa almenningi og hluteigandi aðilum almenna sýn yfir stöðu mála í umhverfi sprota í dag. Listinn á síðunni er í stöðugri þróun og til að byrja með mun hann verða einskorðaður við vaxandi fyrirtæki í rannsóknum og þróun eða leiðandi tæknifyrirtæki í sinni grein. Jafnframt þarf hvert fyrirtæki að uppfylla ákveðin skilyrði sem útlistuð eru hér að neðan. Staða hvers fyrirtækis á listanum er endurskoðuð reglulega af starfsmönnum vefsins í samræmi við þessi skilyrði.

Fyrirtæki á þessari síðu þurfa öll að uppfylla eftirfarin skilyrði:

Lítil og meðalstór fyrirtæki

Langflest fyrirtæki á Íslandi teljast í alþjóðlegum samanburði sem lítil eða meðalstór fyrirtæki. Hins vegar eru fyrirtækin á þessum lista allt frá því að vera eins manns fyrirtæki yfir í það að vera allt að 50 manna fyrirtæki. Þessi þrönga skilgreining er sett upp til þess að takmarka þann fjölda fyrirtækja sem á listann fara enda er markmið hans að auka sýnileika minni fyrirtækja sem eru minna sýnileg í viðskiptalífinu.

Fyrirtæki í nýsköpun

Öll fyrirtækin á listanum vinna á einn eða annan hátt að nýsköpun í einhverri mynd, þ.e. er fyrirtækin vinna við að skapa eða búa til eitthvað nýtt eða að endurbæta það sem þegar er til staðar. Þetta getur jafnt átt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Ekki er lagt sérstakt mat á það á hvaða stigi hvert fyrirtæki fyrir sig er í nýsköpunarferlinu en fjárfestar eða aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér það hjá fyrirtækinu sjálfu.

Íslensk fyrirtæki

Fyrirtækin á listanum eru öll með starfstöðvar hér á landi og starfa á íslenskri kennitölu.

Fyrirtæki sem stunda rannsóknir og þróun

Á listann eru valin vaxandi fyrirtæki í rannsóknum og þróun eða leiðandi tæknifyrirtæki í sinni grein. Jafnframt verða á listanum til að byrja með aðeins þau fyrirtæki sem teljast starfa í eftirfarandi greinum:

 • Afþreying - leikjatækni
 • Byggingartækni
 • Efnistækni
 • Framleiðslutækni
 • Heilbrigðistækni
 • Líftækni
 • Menntatækni
 • Nanótækni
 • Orkutækni
 • Sjávarútvegstækni
 • Umhverfistækni
 • Upplýsingatækni

Síðan er í sífelldri þróun sem getur opnað fyrir að fyrirtæki úr öðrum greinum verði tekin með á listann í framtíðinni.Stækka og minnka texta

Texti í sjálfgefinni stærğTexti í miğlungs stærğTexti í stórri stærğAuğlestrarhamur

Upplısingamiğstöğvar