Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

Kerecis ehf.

Eyrargagata 2 - 4, 400 Ķsafirši
5622601

Húð mannslíkamans er stærsta líffæri mannsins. Þrálát sár á húð og annar vefjaskaði er algengt  heilbrigðisvandamál. Markmið Kerecis er að þróa og markaðssetja lausnir til meðhöndlunar á vefjaskaða. MariGen Omega3 og MariCell Omega3 eru vörur sem byggja á fyrstu kynslóð af tækni Kerecis.

MariGen Omega3 vörurnar eru stoðefni m.a. til meðhöndlunar á þrálátum sárum - þrálát sár eru verulegt óleyst heilbrigðisvandamál en í Bandaríkjunum einum eru árlega framkvæmdar yfir 100 þúsund aflimanir vegna sára sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum.

MariCell Omega3 vörurnar eru krem til meðhöndlunar á þurri húð með einkennum húðbólgu. Um er að ræða nokkur sérhæfð krem, ætluð m.a. fyrir  húð sykursjúkra, húð með einkennum exems, húð með einkennum sóríasis, húð með húðhnökrum (hárhnökrar/innvaxin hár) og krem til meðhöndlunar á alvarlegum fótaþurrki.

Þróunaráætlun Kerecis er metnaðarfull og munu næstu kynslóðir af tækni fyrirtækisins m.a. innihalda lifandi frumur og er markmiðið að nota þá tækni m.a. til meðhöndlunar á þrálátum sárum en einnig til meðhöndlunar og jafnvel uppbyggingar á sköðuðum líffærum.

 

Þróunarverkefni Kerecis hófust árið 2009. Félagið var stofnað af Guðmundi F. Sigurjónssyni, Dr. Baldri Tuma Baldurssyni, Hilmari Kjartanssyni og J. Ernest Kenney. Stjórnarformaður félagsins er Guðmundur F. Sigurjónsson.Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar