Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

DataMarket ehf.

Klapparstķgur 16, 101 Reykjavķk
551 1213
DataMarket hjálpar notendum að finna og skilja gögn, og gagnaeigendum að gera sín gögn aðgengileg með einföldum hætti og ná til nýrra notenda. DataMarket rekur gagnatorgið DataMarket.com - vefsvæði þar sem notendur geta nálgast þúsundir gagnasetta sem innihalda hundruð milljóna tímaraða og tölulegra staðreynda frá breiðum hópi gagnaveitna, svo sem Sameinuðu Þjóðunum, Alþjóðabankanum, Eurostat og EIU, greiningararmi Economist-tímaritsins. Gagnatorgið gerir notendum kleift að leita í öllum þessum gögnum, birta þau myndrænt, bera þau saman og hlaða þeim niður til frekari vinnslu, allt á einum stað. Gagnabirtingarlausnir DataMarket einfalda gagnaeigendum á borð við markaðsrannsóknarfyrirtæki, fjármálastofnanir og greiningarfyrirtæki að gera gögn sín aðgengileg með einföldum hætti, hvort heldur sem er á DataMarket.com, eða á eigin vefsvæðum með því að fella þar inn stök myndrit og töflur eða jafnvel bjóða alla virkni DataMarket.com á eigin vef undir eigin merkjum. - - - DataMarket ehf. er íslenskt einkahlutafélag, stofnað sumarið 2008. DataMarket, Inc. er dótturfyrirtæki í fullri eigu DataMarket ehf., stofnað í Delaware í Bandaríkjunum í janúar 2012.


Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar