Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

AGR

Kringlunni 1, 103 Reykjavķk
512 1000

AGR þróar og selur lausnir til hagræðingar í rekstri aðfangakeðjunnar. Félagið var stofnað árið 1998 í framhaldi af rannsóknarverkefnum við verkfræðideild Háskóla Íslands. Fyrirtækið hefur undanfarin ár þróað aðferðir og hugbúnað fyrir alþjóðlegan markað í nánu samstarfi við Rannís og Háskólann í Reykjavík. Helsta afurð fyrirtækisins er AGR Inventory Optimiser sem innleitt hefur verið hjá yfir 60 fyrirtækjum í 20 löndum. Kerfið framkvæmir söluspár fyrir hverja vöru og velur sjálfvirkt þá fræðilegu spáaðferð sem hentar best fyrir hverja vöru. Kerfið reiknar síðan út hversu miklar öryggisbirgðir fyrirtæki þurfa og leitast við að lágmarka það fé sem bundið er í birgðum en á sama tíma að eiga vöruna tiltæka þegar viðskiptavinurinn þarf á henni að halda. Helstu markaðssvæði AGR eru í Evrópu með áherslu á Norðurlöndin, Bretland og Holland. Fyrirtækið rekur þrjár skrifstofur undir merkjum AGR á Íslandi, í Bretlandi og Danmörku, en vinnur einnig náið með mörgum þekktum endursöluaðilum á meginlandinu.Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar