Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

Stjörnuoddi

Skeišarįs 12, 210 Garšabę
533 6060

Stjörnu-Oddi hf. var stofnað 1985 og er orðið eitt fremsta fyrirtæki í heimi á sviði rafeindamerkja sem notuð eru til rannsókna á sjávardýrum. Mælitækin eru smáir síritar sem safna saman gögnum um ýmsa umhverfisþætti, s.s. dýpi, hitastig og seltu, auk þess að geta sýnt stefnu, halla og tekið á móti staðsetningu. Gögnin er hægt að skoða í PCtölvu í gröfum og töflum, þar sem hver mæling hefur sína dagsetningu og klukku. Markmið rannsóknaraðila með notkun fiskmerkjanna er að hafa upplýsingagrunninn það góðan að hægt sé að bæta veiðiráðgjöfina til sjálfbærrar nýtingar á fiskauðlindum. Verið er að útvíkka markaðslega skírskotun félagsins með því að sækja inn á nýja markaði með tilbúnar vörur.

 

Stjörnu-Oddi hf var stofnað af Björgvini Guðbjörnssyni, Jóhönnu Ástvaldsdóttur, Kristófer Ástvaldssyni og Sigmari Guðbjörnssyni. Framkvæmdastjóri félagsins er Sigmar Guðbjörnsson.Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar