Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

Geogreenhouse ehf. var stofnað í því markmiði að reisa hátæknigróðurhús til tómataframleiðslu við hlið jarðvarmavirkjunar. Staðsetningin gerir gróðurhúsinu kleift að nýta glatvarma, koltvísýring og ferskt vatn beint frá virkjuninni. Lýst gróðurhús af þessari stærð getur jafnað afltoppa og líkist því annarri stóriðju hvað raforkunotkun varðar. Hagræðið sem af því fylgir gerir raforkukaup hagkvæmari. Framleiddir verða hágæðatómatar allt árið um kring sem eru lausir við skordýraeitur, kolefnisjafnaðir og framleiddir með fersku íslensku vatni. Ráðgert er að flytja alla þá tómata sem framleiddir verða í gróðurhúsinu til útlanda.

Geogreenhouse var stofnað árið 2010 af Sigurði Kiernan, Sveini Aðalsteinssyni, Gunnlaugi Karlssyni og Bjarna Finnssyni. Framkvæmdastjóri félagsins er Sveinn Aðalsteinsson.Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar