Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

Ķslandshśs ehf.

Fitjaįs 24, 260 Reykjanesbę
8589100
Íslandshús hefur unnið að þróun ArcCels eininga þar sem byggt hefur verið ofan á þá reynslu sem þekkt er við framleiðslu forsteyptra eininga. Markmiðið hefur verið að hanna og þróa forsteyptar einingar í fyrirfram ákveðið mátkerfi (modular system), jafnframt því að auka gæði einingahúsa og tryggja að einingarnar standist ýtrustu kröfur byggingareglugerðar og byggingastaðla um jarðskjálfta-, snjó- og vindálag. Sérstaklega hefur verið unnið með samtengingar eininganna til að bæta gæði þeirra og tryggja styrkleika, en um leið spara vinnu og efni á byggingarstað. Rannsóknir fyrirtækisins og NMI,leiðir í ljós að styrkur samtenginga ArcCels eininga er margfaldur saman borið við hefðbundnar lausnir. Þá hefur verið lögð áhersla á að geta lækkað kostnað við burðavirki húsa og mun að öllum, líkindum takast að lækka hann um allt að 30%. Með hönnuninni hefur tekist að minnka efnismagn í einingunum og spara um 40-45% af steypumagni í einingarnar án þess að draga úr styrkleika þeirra. Ný samtengingartækni sparar efnismagn, fækkar vinnustundum og styttir byggingartíma. Léttari og meðfærilegri einingar spara flutningskostnað og kaup á stórum krönum til að hífa einingar á byggingarstað. Samhliða þessu verður sýnt fram á að CO2 spor minnki um allt að 50% með því að nota ArcCels einingar við að byggja hús.


Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar