Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

ArcTract

Eyrargata 2, 400 Ķsafirši
4564116
ArcTract ehf er ísfirskt fyrirtæki sem var stofnað um mitt ár 2011 með það fyrir augum að þróa og framleiða vörur fyrir fiskibragðefnamarkað. Áætlanir fyrirtækisins eru að ná 2,5% markaðshlutdeild eftir 8 ár og er núvirði áætlunarinnar 572 mkr miðað við 8% ávöxtunarkröfu. Tækni fyrirtækisins byggir á hægþurrkun og gerjun sem m.a. er nýtt við vinnslu á aukaafurðum úr fiski sem seldur er til Afríku. Jarðhiti er nýttur við þurrkunina. Áform fyrirtækisins eru að nota svipaða tækni við framleiðslu á matblendi (e. food ingredients) sem seld verður til iðnaðarframleiðenda á fiskisúpum, sósum og tilbúnum réttum. Eftir miklu er að slæjast og má gera ráð fyrir að framlegð vegna framleiðslu á bragðefnum sé 3 - 5 sinnum hærri en þau not sem í dag eru fyrir aukaafurðir úr fiski.


Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar