Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

ODIN Software ehf.

Skśtuvogi 1H, 104 Reykjavķk
450000
ODIN Software ehf er þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu og þróar og selur rafrænar lausnir sem auka arðsemi viðskiptavina.  Viðskiptavinirnir eru ferðaþjónustuaðilar, bæði „seljendur" eins og ferðaskrifstofur og „framleiðendur" eins og hótel, flugfélög, bílaleigur, hvalaskoðunarfélög osfrv.  ODIN Software þjónar öllum ferðaþjónustuaðilum og er aldrei í samkeppni við viðskiptavininn. Tilgangur félagsins er að þróa og selja rafrænar lausnir sem auka arðsemi viðskiptavina.

 

Lausnir ODIN Software hafa frá upphafi verið þróaðar með Internetið í huga og sérstaðan er veruleg því flest kerfi eru hönnuð til að selja eina tegund af vöru (flug, gistingu etc), miðast fyrir eitt fyrirtæki og gert er ráð fyrir bakvinnslu eftir að sölu lýkur.  Lausnir ODIN Software geta á hinn bóginn höndlað margar vörur, hannaðar fyrir mörg fyrirtæki og gert er ráð fyrir algjörri sjálfvirkni og engri bakvinnslu.     

 

Til útskýringar eru myndir sem sýna hefðbundið kaupferli á netinu og hins vegar til hægri, kaupferli í Klasa uppsetningu frá ODIN Software.

odin - vinstriOdin - aukamynd

 

Arðsemi viðskiptavina ODIN Software felst í kostnaðarsparnaði því hvorki þarf yfirferð starfsmanna eða vouchera í Klasanum þar sem bæði ferðasalinn og ferðaþjónustuaðilinn nota sama grunn til að halda utan um framboðið.  Aðeins er hægt að selja það sem er til og ekki þarf að endurskrá bókanir í öðrum kerfum til að fá heildar yfirsýn.  Að auki opnar Klasa lausnina (ODIN Cluster) jafnframt fleiri söluleiðir án aukins tilkostnaðar fyrir viðskiptavini. 

 

Starfsmenn í dag eru sex, þar af fjórir forritarar og Ásgeir G. Bjarnason og Árni Gunnar Ragnarsson fara fyrir hópnum. Stjórnendur og starfsmenn mynda öflugan hóp, Árni er frumkvöðullinn og hefur einstaka þekkingu á forritun og forritaþróun en Ásgeir kemur með viðamikla stjórnunar- og alþjóðlega sölureynslu. 

 

ODIN Software þjónar öllum en er aldrei í samkeppni við viðskiptavininn. Við leggjum áherslu á traust í viðskiptum og langtímasamband við viðskiptavini. Starfsmenn skapa verðmæti ODIN Software og eru andlit félagsins útá við. Við bjóðum fjölskylduvænt starfsumhverfi og samkeppnishæf laun og leggjum áherslu á þekkingu starfsmanna, metnað og heiðarleika. 

 

ODIN Software vill vera arðbært félag sem borgar til samfélagsins og styrkir vöxt þess og velmegun.Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar