Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

3Z Pharmaceuticals

Menntavegur 1, 101 Reykjavķk
5996467 / 5996434

      3Z sprettur upp úr öflugu rannsóknarumhverfi innan tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík og er bakgrunnur stofnenda í taugasálfræði og taugavísindum. Fyrirtækið hefur það að markmiði að markaðssetja aðferð þar sem sebrafiskar eru notaðir til skimunar á sameindum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið og stunda þannig skipulega leit að miðtaugakerfislyfjum framtíðarinnar. Aðferðirnar eru mun ódýrari, hraðvirkari og mannúðlegri en þær sem mest eru notaðar í dag. 3Z stefnir á að bjóða skimunarþjónustuna til fyrirtækja í lyfjaþróun. Eins og áður segir byggjast aðferðir 3Z á rannsóknum sem fram hafa farið við Háskólann í Reykjavík. Háskólinn hefur enn fremur stutt við uppbyggingu fyrirtækisins með margvíslegum hætti og hefur fyrirtækið rannsóknaraðstöðu í háskólanum. Einnig hlaut 3Z mikilvægan styrk frá Tækniþróunarsjóði við upphaf starfseminnar, sem gerði frumþróun aðferða og ferla mögulega.

 

Karl Ægir Karlsson, lektor við tækni- og verkfræðideild HR, og Haraldur Þorsteinsson stofnuðu 3Z árið 2008 ásamt Háskólanum í Reykjavík. Karl Ægir er framkvæmda- stjóri félagsins.Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar