Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

Auris ehf.

Hverfisgötu 24, 220 Hafnarfirši

Auris ehf. vinnur að þróun á nýju lyfi til útvortis notkunar gegn bráðri miðeyrnabólgu. Viðskiptahugmyndin felur í sér notkun velþekkts bakteríudrepandi efnis sem komið er fyrir í sérhönnuðum eyrnatöppum, sem komið er fyrir í ytra eyra Meðferðinni er ætlað að koma í stað hefðbundinnar sýklalyfjameðferðar Sýklalyfjameðferð fylgja oft auka- verkanir og því mikil þörf innan heilbrigðiskerfisins á öðru meðferðarúrræði. Unnið hefur verið að klínískum rannsóknum þar sem lyfið var prófað á börnum með bráða miðeyrnabólgu. Nú er unnið að kynningu á niðurstöðunum fyrir erlendum aðilum með því markmiði að efna til samstarfs við áframhaldandi þróun og til undirbúnings fyrir markaðssetningu lyfsins.

 

Auris var stofnað árið 1999 af Guðrúnu Sæmundsdóttur og Karli G. Kristinssyni.

 Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar