Beint į leišarkerfi vefsins

Meira um sprota

Kara Connect var stofnað árið 2014 af Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. Í starfi sínu sem borgarfulltrúi og ráðgjafi menntamálaráðherra kynntist Þorbjörg óhagkvæmni mennta-, velferðar- og heilbrigðisgeirans og varð ljóst að aðgengi að sérfræðihjálp var ábótavant. Úrræðin voru til staðar en fjármagn, aðstoð og aðgengi týndist í kerfisbákninu. Ári eftir stofnun Köru Connect gekk tölvunarfræðingurinn Hilmar Geir Eiðsson til liðs við fyrirtækið og þá fóru hjólin að snúast. Í dag samanstendur Kara Connect af 8 harðduglegum og eldhressum starfsmönnum sem í sameiningu hafa þróað hugbúnaðinn Köru. Kara er veflausn sem tengir saman skjólstæðinga og sérfræðinga í mennta-, velferðar- og heilbrigðisgeiranum. Hugbúnaðurinn, gerir skjólstæðingum kleift að þiggja og ólíkum sérfræðingum að veita, bestu fáanlegu þjónustu og meðferð sem völ er á, hvar og hvenær sem er í gegnum öruggt fjarfundakerfi. Markmiðið er að bylta aðgengi skjólstæðinga að sérfræðiþjónustu og um leið nútímavæða starfsumhverfi sérfræðinga. Við erum staðráðin í því að bæta aðgengi almennings að sérfræðihjálp með tækninni að vopni.Stękka og minnka texta

Texti ķ sjįlfgefinni stęršTexti ķ mišlungs stęršTexti ķ stórri stęršAušlestrarhamur

Upplżsingamišstöšvar